Fjarnám í ökunámi komið inn í reglugerð

Í dag 11.des.2009 var breyting á reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi fyrir ökuskóla birt á vef stjórnartíðinda.  Þar kemur fram að heimilt er að bjóða upp á bóklegt ökunám í fjarnámi fyrir réttindaflokka A og B. 

Sjá tilkynningu á vef stjórnartíðinda

Það þýðir að nú getur Ekill ökuskóli boðið upp á Ö2 námskeið fyrir almenn ökuréttindi sem hingað til hefur þurft að sækja um undanþágu fyrir.

Hér er um ánægjulegan áfanga að ræða og ákveðinni óvissu um framtíð fjarnáms í ökunámi verið eytt. Nú mun Ekill ökuskóli geta tekið næstu skref í mótun bóklegs ökunáms í fjarnámi.

Til hamingju Ekill