Ert þú að byrja að læra á bíl ?

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar byrjað er að læra á bíl, fyrsta skrefið er að sækja um ökuskóla 1 hér á ekill.is. Umsóknarferlinu er hægt að óska eftir ökukennara ef þú hefur ekki þegar verið í sambandi við einhvern sem þú þekkir eða hefur heyrt góða hluti af.. 

Við bjóðum einnig upp á að fylla út umsókn um ökukennara hér -> Beiðni um ökukennara

Í dag þarf að sækja um námsheimild rafrænt í gegnum island.is. Skila þarf passamynd til sýslumanns og læknisvottorði ef þess þarf. 

Ekill ökuskóli er með tvo kennara sem kenna á fólksbíl, Guðjón Andri Jónsson og Halldór Örn Tryggvason. Við bjóðum nemendum uppá að læra á sjálfskiptan rafbíl eða beinskiptan bensínbíl.

Hafðu samband, við hlökkum til að heyra frá þér