Endurmenntun atvinnubílstjóra

Kennd verða öll námskeið endurmenntunar á tveim helgum í lok febrúar. Vegna aukinna fyrirspurna um helgarnámskeið var tekin sú ákvörðun að kenna öll námskeiðin á tveim helgum nú í lok febrúar. Námskeiðin verða einnig kennd í apríl en þá á virkum dögum. Með þessu móti vonumst við til að koma til móts við alla sem þurfa á þessum námskeiðum að halda til að geta endurnýjað atvinnuréttindin sín fyrir sumarið. 

Námskeiðin verða kennd sem áður í húsnæði Símey að Þórsstíg 4 á Akureyri og í húsnæði Slökkviliðs Akureyrar. Skráning á námskeiðin er á heimasíðu Símey, í síma 4617800 (Ekill Ökuskóli) eða hér á Ekill.is undir "Næstu námskeið" neðst á síðunni. 

Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma dúndur tilboðinu okkar að ef tekin eru öll 5 námskeiðin hjá Ekil Ökuskóla greiðir þú aðeins fyrir 4.

Leitið einnig til stéttarfélaga og kannið ykkar rétt á styrk til náms.