Bjóðum tvo nýja ökukennara velkomna til starfa

Þeir Halldór Örn Tryggvason og Guðjón Andri Jónsson hafa gengið til liðs við Ekil Ökuskóla. Guðjón Andri og Halldór munu kenna B réttindi á bæði sjálfskiptan og beinskiptan bíl en Halldór stefnir á frekara nám til verklegrar kennslu aukinna ökuréttinda. 

Hægt er að bóka tíma hjá þeim í gegnum Noona appið en einnig hér efst á síðunni.

Við bjóðum þá báða velkomna til starfa hjá okkur og hlökkum til að taka á móti nýjum ökunemum :)

Ekki hika við að hafa samband ef þið eruð með einhverjar spurningar á ekill@ekill.is eða í síma 4617800