Bílpróf námskeið á netinu

Snemma á þessu ári var námskeið Ö2 í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla viðurkennt af Umferðarstofu. 
Bóklegt námskeið til almennra ökuréttinda í fjarnámi hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum og fer þeim stöðugt fjölgandi sem finnst þægilegt að taka bóklega námskeiðið á netinu. 

Hægt er að taka bókleg námskeið í fjarnámi fyrir ökuréttindi á léttbifhjól, bíl og bifhjólaréttindi.  Stefnt er að því að koma fleiri námskeiðum tengdum ökuréttindum í fjarnám hjá Ekli ökuskóla. Fyrir utan þægindin og lægri heildar kostnað við að taka námskeiðin í fjarnámi þá er hér um mjög góð og efnismikil námskeið að ræða. Kostnaður er lægri m.a vegna þess að ferðir til og frá skóla er engin.