Bifhjólaleiga Ekils

Versys_V-storm
Versys_V-storm

Í sumar verður starfrækt bifhjólaleiga hjá Ekli.
Við munum hafa í 7 hjól til leigu í sumar, 4 Kawasaki versys, 1 kawasaki ER6 og 2 Suzuki V-storm.  Allt eru þetta 650cc hjól. Hverju hjóli fylgir ein taska en svo verður hægt að leigja til viðbótar tvær hliðartöskur, fatnað, samskiptabúnað og leiðsögutæki. 

Öll hjólin henta vel til ferðalaga og verður hægt að leigja hjólin til eins sólarhrings í senn eða lengur.  Ekill á 3 hjól nú þegar til að leigja út og eru 4 ný hjól væntanleg um næstu mánaðarmót. Bifhjólaleiga er rekin á sambærilegan hátt og bílaleiga. Leigutaki þarf að sjálfsögðu að hafa ökuréttindi til að mega aka bifhjólinu, sjálfsábyrgð fylgir því að leigja bifhjól rétt eins og að leigja bíl o.sv.fr. 
Heimasíða mun fara í loftið vonandi mjög fljótlega þar sem hægt verður að panta hjól, einnig verður boðið upp á skipulagðar ferðir með leiðsögn.