Bifhjólakennsla

Frá skyndihjálparnámskeiði
Frá skyndihjálparnámskeiði
Lærðu á bifhjól hjá þeim sem stunda sjálfir sportið.  Myndir þú læra á bíl hjá ökukennara sem keyrði lítið sem ekkert bíl sjálfur?
Grétar Viðarsson ökukennari og eigandi Ekils ökuskóla hefur stundað bifhjólaakstur í mörg ár og raunar frá unglingsaldri og hefur mikinn áhuga á öllum ökutækjum.  Almennt er talið að til þess að geta miðlað til annarra þurfi sá hinn sami að vera í hringiðunni sjálfur, stunda sportið sjálfur ásamt því að hafa reynsluna til að kenna. Ekill ökuskóli er metnaðarfullur ökuskóli sem bíður upp á bóklegt námskeið á netinu fyrir bifhjólaréttindi og tekur það námskeið yfir 4 daga eftir að hafa verið stytt úr 7 dögum.  Nemendur skólans hafa verið að koma vel út úr bóklegu prófi hjá Frumherja.  Lærðu á bifhjól þar sem reynslan er mest !!!!!