Bifhjól, slys

Fyrirhugað er að halda námskeið í skyndihjálp fyrir bifhjólafólk, aðrir eru vissulega velkomnir.  Á námskeiðinu kennir Jón Knutsen sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliðinu á Akureyri.

 Segja frá á Facebook    

Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og kennari í skyndihjálp hefur tekið saman námskeið sem sérstaklega er hugsað fyrir bifhjólafólk.  Markmið námskeiðisins er að gera fólk betur undir það búið að bregðast við slysi sem ökumenn bifhjóla geta orðið fyrir í umferðinni.  Nú er það svo að bifhjólafólk er oft að hjóla saman í hópum því er líklegt að bifhjólamenn séu þeir sem fyrstir koma að slysi þar sem bifhjólamaður á hlut að máli. 

Nú er tækifæri til að fá leiðsögn og kennslu frá einum af besta skyndihjálparkennara landsins og vera betur undir það búinn að geta veitt félaga sínum hjálp ef hann verður svo óheppinn að lenda í slysi á hjólinu. Á þetta námskeið ættu allir bifhjólamenn að koma.

Námskeiðið mun fara fram á tímabilinu frá miðjum maí til mánaðarmóta maí / júní.  Frekari upplýsingar í síma 4617800 / 8945985