Ætlar þú að taka meiraprófið á næst ári ?

Árið 2023 verður viðburðaríkt hjá okkur eins og áður, við munum bjóða upp á fjögur námskeið til aukinna ökuréttinda á árinu og tvö námskeið eru áætluð í grunnnámskeiði vinnuvélaréttinda.

Hér er dagskrá námskeiða

Fyrirhugað er að auka framboð á námskeiðum í fjarnámi á árinu og koma þannig til móts við þá sem ekki geta sökum vinnu eða skóla setið námskeið á fyrirfram ákveðnum tímum.

Námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra verða tekin í yfirhalningu og vonandi verður hægt að bjóða upp á annað úrval námskeiða á næstu árum fyrir þá sem þegar hafa setið námskeiðin sem í boði eru í dag.

Við hlökkum til næsta árs með ykkur öllum :)