Endurmenntun atvinnubílstjóra - Fagmennska og mannlegi þátturinn

Í öllu ökunámi hefur áhersla á mannlega þætti og umferðaröryggi aukist verulega undanfarna áratugi. Með áherslu á heilsu og lífsstíl ásamt innsýn í skynjun,umferðarhegðun, samskipti við aðra og viðhorf  vegfarenda er bílstjórinn hvattur til að líta í eigin barm og skoða samhengið milli mannlegra þátta og umferðaröryggis. Þekking á reglum, fylgni við þær og færni í að stjórna ökutæki af öryggi er undirstaða fagmennsku bílstjóra. Góður fagmaður er góð fyrirmynd í umferðinni og skapar sér góða ímynd, sem og fyrirtæki sínu.

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum í akstri ökutækja með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni. 
Atvinnubílstjórar sem fengu ökuréttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að hafa lokið námskeiði fyrir 10. september 2018.

Lengd:  7 klst. með matar- og kaffihléum

Námsmarkmið: Að bílstjóri skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku. Bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi hans, heilsufar, andlega og líkamlega líðan. Hann þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við. Hann skilji ferli skynjunar, hegðun manna í umferðinni og mikilvægi sálrænna þátta í umferðar-og vinnuslysum


Leiðbeinendur: Sonja Sif Jóhannsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og Emil Björnsson verkefnastjóri SÍMEY

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri

Skráning