Meirapróf - Fjarfundur

Hér skráir þú þig á póstlista v.námskeiðs til aukina ökuréttinda hjá Ekli Ökuskóla í fjarfundi.
Námskeið er kennt í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM, til þess að nemendur geti tekið þátt þurfa þeir að hafa kveikt á vefmyndavél og geta tjáð sig við kennara og aðra nemendur. Krafist er 80% mætingar á fjarfundi og þátttöku í tímum.
 
Neðst í skjalinu merkir þú við í þau réttindi sem þú hugsar þér að taka. 

Auglýst námskeið er háð því að lágmarsks þátttökufjöldi náist og verða aðilar látnir vita með góðum fyrirvara.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið auglýst námskeið er um að gera að skrá sig og láta vita af áhuga sínum.
 
Verðskrá réttinda má finna hér, munið að kanna rétt ykkar til námsstyrks hjá ykkar stéttarfélagi.
 
Með því að staðfesta skráningu gefur þú Ekil Ökuskóla leyfi til að geyma þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp. Sjá nánar um geymslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu Ekils Ökuskóla.
 
ATH
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.
Safnreitaskil

Vegna laga um persónuvernd þarf Ekill Ökuskóli að fá einróma leyfi allra þátttakenda á námskeiði í fjarfundi til að taka upp námskeiðið þannig að nemendur geti hlusta aftur á fyrirlesturinn til frekari glöggvunar. Sjá nánar undir Námið -> Meirapróf - fjarfundur
SafnreitaskilC1. Vörubifreið allt að 7.500 kg. "pallbíll" / C. Vörubifreið, nemandi fær einnig réttindi á C1. / D1. Hópbifreið allt að 16 farþega. / D. Hópbifreið nemandi fær einnig réttindi á D1. / BFF Leigubifreið / C1E.D1E.CE.DE. Eftirvagnar, kerrur