Meirapróf - Fjarfundur

Hér skráir þú þig á póstlista v.námskeiðs til aukina ökuréttinda hjá Ekli Ökuskóla í fjarfundi.
Námskeið er kennt í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM, til þess að nemendur geti tekið þátt þurfa þeir að hafa kveikt á vefmyndavél og geta tjáð sig við kennara og aðra nemendur. Krafist er 80% mætingar á fjarfundi og þátttöku í tímum.
 
Neðst í skjalinu merkir þú við í þau réttindi sem þú hugsar þér að taka. 

Auglýst námskeið er háð því að lágmarsks þátttökufjöldi náist og verða aðilar látnir vita með góðum fyrirvara.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið auglýst námskeið er um að gera að skrá sig og láta vita af áhuga sínum.
 
Verðskrá réttinda má finna hér, munið að kanna rétt ykkar til námsstyrks hjá ykkar stéttarfélagi.
 
Með því að staðfesta skráningu gefur þú Ekli Ökuskóla leyfi til að geyma þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp. Sjá nánar um geymslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu Ekils Ökuskóla.
 
ATH
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.

 

Mundu að kanna möguleika á styrk hjá þínu stéttarfélagi.

Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is

Safnreitaskil

Vegna laga um persónuvernd þarf Ekill Ökuskóli að fá einróma leyfi allra þátttakenda á námskeiði í fjarfundi til að taka upp námskeiðið þannig að nemendur geti hlusta aftur á fyrirlesturinn til frekari glöggvunar. Sjá nánar undir Námið -> Meirapróf - fjarfundur
Persónuverndar­skilmálar

Ekill Ökuskóli framkvæmir söfnun, nýtingu og vinnslu persónuupplýsinga, og leggur áherslu á vernd persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og friðhelgi einkalífs. Lagt er áherslu á að öll söfnun, nýting og vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög og í lögmætum tilgangi. 

Ekill Ökuskóli mun ávalt upplýsa nemendur sem og aðra viðskiptavini sína um í hvaða tilgangi persónuupplýsingar eru geymdar. 

Ekill Ökuskóli mun nota upplýsingarnar þínar sem þú samþykkir að veita okkur í þeim tilgangi að bæta þá þjónustu sem við veitum þér. Ekill Ökuskóli mun einnig nýta upplýsingarnar þínar til að senda þér mikilvæg skilaboð er varðar þá þjónustu sem þú hefur keypt hjá okkur. 

Hafir þú gefið okkur sérstakt samþykki munum við einnig senda þér markaðsefni og tilboð sem Ekill kann að vera með. Við vekjum þó sérstaka athygli á það er ávalt hægt að afskrá sig af slíkum lista með því að smella á viðeigandi hnapp í tölvupóstum frá okkur eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið ekill@ekill.is.

Um geymslu persónuupplýsinga:

Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þær eru ætlaðar til vinnslu. Gætt verður að eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við lög.

Um ábyrgðaraðila:

Þegar Ekill Ökuskóli vinnur persónuupplýsingar þínar telst það vera ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna. Aðrir þjónustuaðilar, t.d. bókunarsíður fyrir ökukennslu sem veita hluta af þjónustunni eru aðskildir ábyrgðaraðilar. Persónuverndarstefna þeirra er aðgengileg beint frá þeim.

Gildissvið:

Persónuverndarstefna Ekils Ökuskóla á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur eða tilvonandi viðskiptavinur. Með talið er þegar þú skráir þig nám í eigin persónu, símleiðis eða á heimasíðu okkar eða nýtir aðra þjónustu okkar, svo sem heimasíðu okkar eða símaþjónustu með öðrum hætti.

Um persónuupplýsingar:

Allar upplýsingar sem auðkenna þig, svo sem nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar, námssaga þín eða upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar, teljast til persónuupplýsinga.

Um tegundir persónuupplýsinga sem við vinnum:

Til að veita þér þjónustu okkar eða annarra samstarfsaðila svo sem tímabókunarþjónustu, verðum við að vinna úr persónuupplýsingum þínum.

Ekill vinnur eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:

  • Upplýsingar sem þú veitir sem eru notaðar til að bóka eða veita þjónustu sem þú óskar eftir.
  • Upplýsingar um þjónustu sem þú hefur áður notað, svo sem fyrri námskeið eða ökutímar sem þú hefur tekið hjá okkur.

Um tilgang vinnslu:

Megintilgangur með vinnslu persónuupplýsinga þinna er að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir, að senda þér uppfærðar upplýsingar um þjónustuna ef breytingar verða, að framkvæma greiningar og markaðsrannsóknir, að kynna vörur, að bæta heimasíðu okkar og þjónustu, í tengslum við ágreining, í rekstrarlegum tilgangi svo sem vegna bókhaldsvinnu og í stjórnunarlegum tilgangi svo sem vegna beiðna um eyðingu persónuupplýsinga.

Um persónuupplýsingar og þriðju aðila:

Ekill Ökuskóli afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðju aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða.

Vafrakökur (e. cookies):

Ekill Ökuskóli notar vafrakökur til að betrumbæta notendaupplifun gesta á heimasíðu okkar.

Vafrakökur eru örlitlar textaskrár sem vefsvæði senda í tölvuna þína eða snjalltækið þitt þegar þú heimsækir síðu, svo hægt sé að muna helstu stillingar þínar, auðvelda greiningu og frammistöðu heimasíðunnar og mæla með viðeigandi efni fyrir þig við heimsóknir.

Vafrakökur safna sjaldnast upplýsingum sem auðkenna þig heldur leitast við að sækja almennar upplýsingar eins og hvers konar notendur koma á síðuna, hvers konar tæki notendur nota við heimsóknir, hvernig síðan er notuð eða almennar upplýsingar um staðsetningu notanda.

Þú getur komið í veg fyrir noktun fótspora í stillingum vafrans sem þú notar til þess að skoða heimasíðu okkar. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að koma í veg fyrir notkun fótspora (e. disable cookies).

Um breytingar á persónuverndarstefnunni:

Ekill Ökuskóli getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu á hverjum tíma, t.d. vegna lagabreytinga um það hvernig við megum vinna persónuupplýsingar þínar. Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar mun vera aðgengileg á þessari heimasíðu á hverjum tímapunkti.

Um réttindi þín sem viðskiptavinar:

Sem viðskiptavinur Ekils Ökuskóla hefur þú rétt á að óska eftir aðgengi að, leiðréttingu á, takmörkun að og eyðingu á persónulegum upplýsingum þínum sem eru geymdar hjá okkur. Enn fremur getur þú óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum.

Sem viðskiptavinur getur þú einnig andmælt hluta vinnslunnar. Í þeim tilvikum þegar vinnslan byggir á samþykki þínu getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er. Í öðrum tilvikum kann vinnsla að vera nauðsynleg vegna lagalegra krafna þar um.

Um afrit, eyðingu og kvartanir:

Samkvæmt íslenskum persónuverndarlögum getur þú óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af Ekil Ökuskóla. Þú þarft ekki að greiða gjald fyrir þessa beiðni nema hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg.

Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn, tölvupóstfang, símanúmer og póstfang.
  • Upplýsingar um beiðni þína.

Að auki biðjum við þig um að leggja fram:

  • Undirskrift þína og dagsetningu beiðninnar.
  • Afrit af opinberum skilríkjum svo sem vegabréfi eða ökuskírteini, svo við getum staðfest hver leggi fram beiðnina.
  • Sé sótt um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá viðkomandi.

-------

Með því að skrá þig á póstlista okkar færð þú sendar upplýsingar um næstu námskeið og tilboð sem við kunnum að vera með. Athugið að ávalt er hægt að afskrá sig af listanum.
SafnreitaskilC1. Vörubifreið allt að 7.500 kg. "pallbíll" / C. Vörubifreið, nemandi fær einnig réttindi á C1. / D1. Hópbifreið allt að 16 farþega. / D. Hópbifreið nemandi fær einnig réttindi á D1. / BFF Leigubifreið / C1E.D1E.CE.DE. Eftirvagnar, kerrur