ADR námskeið

ADR Grunnnámskeið

ADR-námskeið

Kennsla fer fram frá fimmtudegi til sunnudags sem hér segir:

Fimmtudagur 17:00-22:00
         Efni: Stykkjavara 1.hluti 
Föstudagur 8:30-18:00
Efni: Stykkjavara 2.hluti
Laugardagur 08:30-13:00
Efni: Stykkjavara 3.hluti
Laugardagur 14:00-19:00
Efni: Tankar
Sunnudagur 8:30-14:00
Efni: Sprengifim efni

Námskeiðin flokkast í:

  • Þriggja daga grunnnámskeið, samtals 18 tímar (hver tími er 45 mín), sem allir verða að byrja á að taka og veitir réttindi til að flytja hættulegan farm sem stykkjavöru fyrir utan tankaflutning, geislavirk efni og sprengifim efni
  • 12 tíma framhaldsnámskeið til að öðlast réttindi til að flytja hættulegan farm í tönkum.
  • 8 tíma framhaldsnámskeið sem veitir réttindi til að flytja sprengifiman farm.
  • Eins dags framhaldsnámskeið sem veitir réttindi til að flytja geislavirkan farm en það er kennt af Vinnueftirlitinu

Réttindin gilda í 5 ár en má framlengja ef viðkomandi hefur setið endurmenntunarnámskeið síðustu 12 mánuði áður en þau renna út.

Kennari Einar Guðmundsson fyrir Ekil Ökuskóla

Verð:

Stykkjavara 70.000
Tankar 50.000
Sprengiefni 30.000

Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is