Endurmenntun - Fjarfundur

Hér skráir þú þig á Endurmenntun Atvinnubílstjóra.
Námskeiðin eru kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM, til þess að nemendur geti tekið þátt þurfa þeir að hafa kveikt á vefmyndavél og geta tjáð sig við kennara og aðra nemendur. Krafist er 100% mætingar á fjarfundi og þátttöku í tímum.
 
Neðst í skjalinu merkir þú við þau námskeið sem þú ætlar að taka - námskeiðið Aðkoma að slysavettvangi er ekki kennt í fjarfundi.
 
Ef öll námskeiðin eru tekin hjá Ekil Ökuskóla er fimmta námskeiðið frítt.
 
Auglýst námskeið er háð því að lágmarsks þátttökufjöldi náist og verða aðilar látnir vita með góðum fyrirvara - lágmarksfjöldi á námskeiði er 8 manns.

Þrátt fyrir að ekki hafi verið auglýst námskeið er um að gera að skrá sig og láta vita af áhuga sínum.
 
Þegar tímasetning er komin á námskeiðið verður haft samband við þig og óskað eftir staðfestingu um hvort þú munir sitja námskeiðið.
 
Hvert námskeið kostar 20.000 kr en fimmta námskeiðið er frítt ef öll námskeið eru tekin hjá Ekil Ökuskóla, munið að kanna rétt ykkar til námsstyrks hjá ykkar stéttarfélagi.
 
Með því að staðfesta skráningu gefur þú Ekil Ökuskóla leyfi til að geyma þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp. Sjá nánar um geymslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu Ekils Ökuskóla.
 
Með því að taka þátt í fjarfundi er þátttakandi að gefa öðrum á fjarfundinum aðgang að því sem vefmyndavélin sér. Mikilvægt er að takmarka vefmyndavélina við þátttakandann af virðingu við sjálfan sig og aðra sem á fundinum eru.
 

Kannaðu hvaða námskeið þú ert búin með hér -> Innskráning

 

 

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Endurmenntun atvinnuréttinda felur í sér 5 námskeið sem hvert er 7 kennslustundir. Kjarnanámskeið eru 3, Lög og reglur, Vistakstur og Umferðaöryggi, val kjarni eru Vöruflutningar og Farþegaflutningar og hreint val er Aðkoma að slysavettvangi. Þú getur valið að taka Aðkoma að slysavettvangi í staðin fyrir annan hvorn valkjarnann.