Lagabreytingar vegna aksturs leigubifreiða

Hvað er í gangi ? 

Ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt á Alþingi þann 16.desember síðastliðinn. Þessar breytingar koma til vegna rökstudds álits eftirlitsstofnunar EFTA, þess efnis að íslenska ríkið brjóti á skyldum sínum gagnvart EES-samningnum hvað varðar rétt borgara til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. EFTA tekur fram að íslenska ríkið standi í vegi fyrir rétti borgara sinna til að starfa sem leigubílstjórar/stýrur með fyrir fram ákveðinn fjölda atvinnuleyfa, reglum um úthlutun starfsleyfa sem ekki eru fyrirsjáanlegar, hlutlægar og lausar við mismunun, skyldu sumra leyfishafa til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð og krafa um að leigubifreiðastjórar/stýrur hafi starfið að aðalatvinnu.

Hvenær ?

Lögin taka gildi 1.apríl árið 2023.

Hvaða breytingar mun þetta hafa í för með sér ?

Afnám takmörkunarsvæða og fjöldatakmarkana atvinnuleyfa - frá og með 1.apríl geta allir sem uppfylla kröfur um akstur leigubifreiðar sótt um að gerast leigubílstjórar/stýrur hvort sem er til aðalatvinnu eða sem aukavinnu. 

Lögð er til almenn skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð.

Hvaða námskröfur þarf að uppfylla ?

Sá sem hyggst starfa sem leigubílstjóri/stýra þarf að hafa gild atvinnuréttindi til að aka leigubíl, þau fær viðkomandi með því að sækja námskeið á vegum ökuskóla sbr.meiraprófsnámskeið. Þeir sem hafa lokið við meiraprófsnámskeið til atvinnuréttinda fyrir hópferðabíl (rútu D eða D1), eru sjálfkrafa með atvinnuleyfi til aksturs á leigubíl. Hægt er að taka eingöngu leyfi til aksturs leigubifreiðar en þau réttindi eru táknuð B-far á umsókn okkar um meiraprófsnám.

Einnig þarf leyfisumsækjandi að hafa lokið við námskeiðið rekstarleyfi til fólksflutninga.

Hvernig verða leyfin ?

Það verða tvær tegundir leyfa, annars vegar atvinnuleyfi, sem veitir réttindi til að aka leigubifreið í eigu rekstrarleyfishafa í atvinnuskyni - hér þarf aðeins atvinnuréttindi B-far.

Hins vegar rekstrarleyfi sem veitir réttindi til að reka eina eða fleiri leigubifreiðar sem eru í eigu rekstrarleyfishafa eða skráð undir umráðum hans og aka henni í atvinnuskyni. Þetta leyfi má bæði veita lögaðila eða einstaklingi - hér þarf bæði atvinnuréttindi B-far og námskeið til rekstrarleyfishafa. 

Gjaldmælar

Gert er ráð fyrir því að heimilt verði að aka án gjaldmælis í þeim tilfellum þegar samið hefur verið fyrir fram um áætlað eða endanlegt heildarverð fyrir ekna ferð. Þá er gert ráð fyrir því að gera megi ólíkar kröfur til merkinga bifreiða eftir því hvort þær séu búnar gjaldmæli eða ekki.

 

Það má leiða líkur að því að það verði einhverjar sveiflur á þessum markaði á komandi ári - Ekill Ökuskóli verður með fjögur meiraprófsnámskeið til atvinnuréttinda á komandi ári, tvö á hvorri önn, við mælum með því að þú skráir þig á námskeið sem fyrst.

Næstu námskeið