ADR námskeið komið á dagskrá

Ekill ökuskóli í samstarfi við Einar Guðmundsson ADR kennara verða með námskeið á Akureyri dagana 25.-28.nóvember !

Námskeiðin flokkast í:

  • Þriggja daga grunnnámskeið, samtals 18 tímar (hver tími er 45 mín), sem allir verða að byrja á að taka og veitir réttindi til að flytja hættulegan farm sem stykkjavöru fyrir utan tankaflutning, geislavirk efni og sprengifim efni
  • 12 tíma framhaldsnámskeið til að öðlast réttindi til að flytja hættulegan farm í tönkum.
  • 8 tíma framhaldsnámskeið sem veitir réttindi til að flytja sprengifiman farm.
  • Eins dags framhaldsnámskeið sem veitir réttindi til að flytja geislavirkan farm en það er kennt af Vinnueftirlitinu

Réttindin gilda í 5 ár en má framlengja ef viðkomandi hefur setið endurmenntunarnámskeið síðustu 12 mánuði áður en þau renna út.

Kennari Einar Guðmundsson fyrir Ekil Ökuskóla

Nánar um námskeiðið og skráning 

ADR námskeið