Fjarnámið

Ekill ökuskóli hefur síðan 2004 unnið að bóklegu ökunámi í fjarnámi. Sú vinna hefur tekið langan tíma ef litið er til þess að bóklegt nám í fjarnámi er orðið viðurkennd námsleið í bóklegu námi.  Staða fjarnáms í ökunámi í dag er sú...
að breytingarreglugerðar er að vænta þar sem bóklegt ökunám fyrir flokka A og B réttindi verður sett inn í reglugerð og þar með komið inn í lög sem heimila þann möguleika að taka bóklegan undirbúning í fjarnámi.
Þann 8 nóv rann út sá tími þar sem hægt var að senda inn athugasemd við þær breytingar sem ráðuneyti ætlaði að gera á reglugerð og því vonast ég til þess að reglugerðin verði birt í stjórnartíðindum á næstunni.  Með því verður eytt þeirri óvissu sem verið hefur í gangi með fjarnám í ökunámi.

Nefnd sem ráðherra samgöngumála skipaði til að fara yfir og gera tillögur um bætt ökunám á Íslandi gerði ráð fyrir því að inn í nýja námskrá yrði sett heimild til bóklegs undirbúnings í fjarnámi samkvæmt námskrá.  Ég geri mér vonir um það að í framtíðinni verði hægt að taka bóklegan undirbúning á öllum sviðum ökunáms að einhverjum hluta í fjarnámi.  Auk þess bíður fjarnámið upp á mikla möguleika til þess að ná til fólks sem þegar hefur ökuréttindi og vill auka og viðhalda þekkingu sinni sem ökumenn.