Ökuréttindi A

 

Mótorhjólapróf fyrir þá sem vilja keyra um á þungum bifhjólumMótorhjólapróf - Bifhjólaréttindi

Til að öðlast ökuréttindi fyrir bifhjól þarf að fara í bóklegt ökunám og verklega ökukennslu. Netökuskóli Ekils er mjög þægilegur til að taka bóklegu hliðina en æfingaakstur á bifhjóli fer fram á lokuðu svæði og í almennri umferð undir umsjá ökukennara. 

AM- flokkur
Veitir ökuréttindi til að stjórna léttubifhjóli:

Léttu bifhjóli, skellinöðru, vespu,  með slagrými ekki yfir 50 sm3 og ekki hannað fyrir hraðari akstur en 45 km. er ýmist á tveimur hjólum eða þremur hjólum. 
Námskröfur:
Aldurskröfur fyrir M réttindi eru þau að viðkomandi hafi náð 15 ára aldri.
Námskeið fyrir M réttindi;

Bóklegt sem verklegt námskeið. Bóklegt námskeið þar sem farið er yfir helstu reglur um akstur í umferð og meðferð léttbifhjóls, 12 kennslustundir. Hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla.  Æfingaakstur á afmörkuðu svæði þar sem próftaki þarf að sýna ákveðna akstursfærni í keiluæfingum og akstur í almennri umferð.  Kennslustundir að lágmarki 8.

VerðskráSjá námskráNETÖKUSKÓLI EKILS


A1- flokkur
Veitir ökuréttindi til að stjórna bifjóli:

  1. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, með slagrými sem er ekki yfir 125 cc og afl sem er ekki yfir 11 kw,
  2. á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kw.
  3. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli í AM flokki.

Ökuskírteini fyrir A1 flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 17 ára aldri. Taka þarf að taka bóklegt námskeið fyrir A réttindi og síðan 5 stundir í verklegri kennslu.

Verðskrá  Sjá námskráNETÖKUSKÓLI EKILS


A2- flokkur
Veitir ökuréttindi til að stjórna bifhjóli:

  1. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, með afl sem er ekki yfir 35 kw (500cc), með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,2 kw/kg, svo og   bifhjóli sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl.
  2. bifhjóli í flokki A1.
  3. léttu bifhjóli í flokki AM.

Ökuskírteini fyrir A2 flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 19 ára aldri. Taka þarf bóklegt námskeið fyrir A réttindi og 11 stundir í verklegri kennslu, ath að 5 stundir fást metnar ef viðkomandi aðili hefur fyrir A1 réttindi

VerðskráSjá námskráNETÖKUSKÓLI EKILS


A- flokkur
Veitir ökuréttindi til að stjórna bifhjóli:

  1. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, 
  2. á þremur hjólum með meira afl en 15 kw
  3. bifhjóli í flokki A1 og A2
  4. léttu bifhjóli í flokki AM
    Ökuskírteini fyrir A flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 24 ára aldri en einnig þeir sem hafa haft ökuskírteini fyrir A2 flokk í í tvö ár, þá fyrst við 21 árs aldur. Taka þarf bóklegt námskeið fyrir A réttindi og 11 stundir í verklegri kennslu, ath að 5 stundir fást metnar ef viðkomandi aðili hefur fyrir A1 réttindi. Ef viðkomandi hefur A2 réttindi þarf hann aðeins að þreyta verklegt próf hjá prófdómara og getur það eftir að hafa haft A2 ökuréttindi í tvö ár eins og komið hefur verið inná.

VerðskráSjá námskráNETÖKUSKÓLI EKILS


Námskröfur:

Námskeið fyrir A réttindi;

Bóklegt sem verklegt námskeið.  Hafi viðkomandi þegar réttindi til að aka bifreið í flokki B þarf að taka 12 kennslustunda bóklegt námskeið, sem hægt er að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Hafi viðkomandi ekki B réttindi þarf að taka 24 kennslustunda bóklegt námskeið.  Þá þarf að taka 11 kennslustundir í verklegri kennslu.  Æfingaakstur á plani þar sem æfa þarf meðferð hjólsins m.a í keiluæfingum og síðan akstur í almennri umferð.