Endurmenntun

Lög og reglur

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum í akstri ökutækja með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni. 
Atvinnubílstjórar þurfa á fimm ára fresti að endurnýja atvinnuréttindi sín.

Lengd: 7 klst. með matar- og kaffihléum

Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.

Leiðbeinandi: Grétar Viðarsson

Styrkir v.starfstengds náms

Til upplýsinga, þá geta einstalingur og fyrirtæki sótt sameiginlega (en þó í sitthvoru lagi) um styrk vegna starfstengdrar fræðslu (ath. þetta á ekki við um almennt ökunám).

https://starfsafl.is/sameiginlegur-styrkur-felagsmanns-og-fyrirtaekis/

Við minnum á að öll fyrirtæki á almenna markaðnum, með starfsfólk í Eflingu, Hlíf og VSFK, geta sótt um styrk vegna fræðslu starfsfólks. Ekki þarf að sækja um sérstaka aðild heldur myndast réttur sjálfkrafa samhliða greiðslu á launatengdum gjöldum. Réttur fyrirtækis, óháð stærð, er 3 milljónir króna á ári. Sjá nánar á www.starfsafl.is

Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is