Nám í fjarfundi

Ekill Ökuskóli bíður upp á bóklega hluta meiraprófsins í fjarfundi. Verkleg skyndihjálp þarf þó að fara fram í kennslustofu, gera má ráð fyrir einum degi af 4 vikna námskeiði sé í staðnámi. Krafist er 80% mætingar á námskeiðið, nemendur þurfa að vera með vefmyndavél og vera í lifandi mynd á meðan námskeiði stendur til að fá mætingu.

Tæknileg atriði 

Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þurfa þátttakendur að vera með tengda eða innbyggða vefmyndavél og hafa heyrnatól með hljóðnema tengdan svo hægt sé að hafa samskipti við kennara og aðra nemendur á meðan kennslu stendur.

Krafist er 80% mætingar á námskeiðið og þátttöku í fjarfundum. Til að staðfesta mætingu þarf að hafa fullt nafn skráð inn á Zoom prófílinn þinn.

Hvernig breyti ég/skrái ég nafnið mitt á Zoom? Leiðbeiningar frá Zoom.

 

Fjarfundakerfið sem Ekill Ökuskóli notast við kallast ZOOM, það gerir okkur kleift að vera í samskiptum við nemendur sem sitja námskeiðið í rauntíma, deilt glærum og öðru ítarefni með nemendum, svo sem kennslumyndböndum.

Áður en námskeiðið hefst fá þátttakendur á fjarfundi sendan tölvupóst með tengli (til innskráningar í vafra) eða talnarunu og lykilorði (til innskráningar með smáforriti) til þess að tengjast inn á kennslustundina.

Hægt er að sækja Zoom sem smáforrit (e.app) bæði fyrir iOS og Android.

Hér má sjá kennslumyndband sem sýnir hvernig þátttakendur komast inn á fjarfund.

Kennslumyndband

Zoom sendir út í HD Videó og hljóði, forritið bíður upp á að hægt sé að taka upp kennsluna til að bjóða nemendum upp á að læra á eigin hraða og horfa aftur á fyrirlesturinn til frekari glöggvunar og lærdóms. Það verðu þó ekki gert nema fyrir liggi samþykki allra þátttakenda á námskeiðinu.

Til þess að kennsla geti gengið fyrir sig án hljóðtruflana og bakgrunnshávaða er fjarfundur stilltur þannig að nemendur koma inn hljóðlaust, það er að segja á hljóðlaust í stillingu (e. mute). Nemandi getur þó alltaf opnað fyrir deilingu á hljóði frá eigin tölvu (e.unmute) og lagt fram spurningu, komið með ábendingar eða á annan hátt tekið þátt í tímanum.

Hér er einnig gott myndband sem sýnir meðal annars hljóðstillingar og gefur góð ráð.

Kennslumyndband 

Námsheimild og námskröfur

Nemendur þurfa að uppfylla kröfur skv.námsskrá, þeir þurfa einnig að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni og skila inn heilbrigðisvottorði. Mikilvægt er að panta sér tíma hjá lækni og gefa upp að það sé vegna heilbrigðisvottorðs fyrir aukin ökuréttindi. Það getur tekið smá tíma og því gott að panta strax og ákvörðun er tekin um að taka þátt á meiraprófsnámskeiði.

Ökukennsla - Verklegir tímar

Eftir að nemendur hafa lokið við bóklega námskeiðið og staðist Öryggispróf hjá Frumherja er hægt að hefja verklega tíma. Ekill Ökuskóli kennir verklega tíma á Akureyri (Ekill Ökuskóli Goðanes 8-10), í Hafnarfirði (Hjallahraun 2, SBA) og á Suðurnesjum (í samráði við kennara).

Persónuvernd

Ekill Ökuskóli, fer eftir reglum Persónuverndar. Frétt á vef personuvernd.is frá 24.03.2020 þar sem Persónuvernd gefur út leiðbeiningar vegna fjarkennslu í skólum og hvað hafa ber í huga við nýtingu tæknilausna í fjarkennslu. Þær leiðbeinandi reglur sem eiga við í tilviki skólans eru eftirfarandi þættir.

  1. Nemendum og kennurum eru gefnar greinargóð upplýsingar um þau tæki og tæknilausnIr sem notast á við í kennslu.

  2. Ávallt skal gæta fyllstu varkárni við vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga, ekki sýst þegar nýttar eru stafrænar lausnir. 

  3. Hvað varðar upptökur af kennslustundum og hvernig skuli bera sig að við þá lausn telur Persónuvernd að líta verði til þess lögbundna hlutverks skólanna að veita nemendum kennslu. Ekki verður séð að skólum sé fært að framfylgja því hlutverki sínu við núverandi aðstæður án þess að nýta tæknilausnir til fjarkennslu. Minnt er á nauðsyn þess að veita öllum hlutaðeigandi aðilum, svo sem kennurum, nemendum og forráðamönnum þeirra, viðeigandi fræðslu, m.a. um að tiltekin kennslustund eða viðburður séu tekin upp og upptakan varðveitt, eftir atvikum. Ef varðveita á upptökur þarf að huga að því hvort þær falli undir reglur um rafræna vöktun, en rafræn vöktun er vöktun sem er viðvarandi eða endurtekin reglulega. Loks þarf að gæta að öryggi upplýsinganna í hvívetna, t.a.m. að þær séu ekki gerðar aðgengilegar óviðkomandi. 

Ekill Ökuskóli mun ávalt láta nemendur vita og óska eftir skriflegu samþykki þeirra fyrir því að kennslustund sé tekin upp. Nemendur sem taka þátt í námskeiðinu eru þeir einu, að undanskyldum eftirlitsaðilum (Samgöngustofu, Persónuvernd) sem gætu fengið aðgang að upptöku á kennslustund sem þeir áður tóku þátt í. Eftir að námskeiði líkur er öllum upptökum, hafi þær á annað borð verið teknar upp, eytt úr gagnagrunni Ekils Ökuskóla.

Sem þátttakandi í fjarfundi, með kveikt á vefmyndavél og hljóði er viðkomandi að veita öðrum þátttakendum fjarfundar aðgang að sínu persónulega rými. Þátttakendur bera ábyrgð á því að takmarka það sem vefmyndavélin sýnir og vera siðlegir í háttalagi og klæðaburði. 

Skráðu þig núna