Ökunám og ćfingaakstur fyrir bílpróf

Bílpróf veitir ökumanni ýmis réttindi og er ţví viđamikill ökuskóli međ tilheyrandi ćfingaakstri mjög mikilvćgur fyrir nýja bílstjóra

B / BE ökuréttindi, bíll / kerra

Verkleg kennsla fyrir bílpróf fer fram í Volvo S60

Bílpróf

B flokkur Veitir rétt til ađ stjórna:

1. Fólksbifreiđ međ leyfđa heildaţyngd 3.500 kg eđa minna og međ sćti fyrir 8 farţega eđa fćrri, auk ökumanns.
2. Sendibifreiđ međ leyfđa heildarţyngd 3.500 kg eđa minna.
3. Fólks- eđa sendibifreiđ međ tengdan eftirvagn / tengitćki sem er 750 kg eđa minna ađ leyfđri heildarţyngd.
4. Fólks- eđa sendibifreiđ međ tengdan eftirvagn / tengitćki sem er meira en 750 kg ađ leyfđri heildarţyngd enda sé leyfđ heildarţyngd beggja ökutćkja 3.500 kg eđa minna og leyfđ heildarţyngd eftirvagnsins / tengitćkisins ekki meiri en eigin ţyngd dráttartćkisins.
5. Dráttarvél.
6. Vinnuvél. ( ađeins heimilt ađ aka en ekki vinna á vinnuvélinni )
7. Léttu bifhjól.
8. Bifhjóli á ţremur, fjórum eđa fleiri hjólum.
9. Torfćrutćki, s.s vélsleđa og torfćrubifhjóli.

Ég vil skrá mig á námskeiđ fyrir almenn ökuréttindi flokk B 


Eftirvagn kerra sem fylgir B ökuréttindun veitir rétt til ađ aka:

1. Ökutćki í flokki B međ tengdan eftirvagn eđa tengitćki sem er allt ađ 750 kg ađ heildarţunga.  Ţó má samanlögđ ţyngd beggja ökutćkja, bíls og kerru / tengitćkis vera allt ađ 3.500 kg.

Dćmi:   Ef bíllinn er 3.500 kg í heildarţyngd ţá má kerran vera allt ađ 750 kg í heildarţunga.
             Ef bíllinn er 2.500 kg í heildarţunga ţá má kerran vera allt ađ 1,000 kg í heildarţunga og bíllinn
             ţarf ađ vera skráđur til ađ mega draga svo ţunga kerru. 

BE réttindi getur sá fengiđ sem náđ hefur 18 ára aldri:

BE réttindi gefur heimild til ađ aka međ eftirvagn / tengitćki sem er allt ađ 3.500 kg ađ heildarţunga. Ađ sjálfsögđu ţarf bifreiđin sem dregur ţann eftirvagn ađ vera skráđ til ađ mega draga svo ţungan eftirvagn / tengitćki. 

Námskröfur:

Ţegar unglingur hefur náđ 16 ára aldri má hann eins og reglur eru í dag byrja ökunám á bifreiđ. Taka ţarf bóklegt sem verklegt nám sem samanstendur af námskeiđum sem kallast Ö1, Ö2 og Ö3. Bóklegt Ö1 og Ö2 námskeiđ er hćgt ađ taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Ađ loknu Ö1 námskeiđi getur unglingurinn fengiđ útgefiđ ćfingaleyfi ţar sem hann getur keyrt bifreiđ undir leiđsögn, oftast eru ţađ foreldrar sem taka ţá leiđsögn í ćfingaakstri ađ sér.

Almenn ökuréttindi í flokki B veita rétt til ađ aka fólksbifreiđ ađ hámarksţyngd 3.500 kg og 8 farţega auk ökumanns.  
Sendibifreiđ sem er allt ađ 3.500 kg.
Ţá má draga kerru sem er allt ađ 750 kg ađ heildarţyngd ef bílinn sem dregiđ er međ er 3.500 kg. Draga má ţyngri kerru en 750 kg en ţá má sameiginlegur ţungi beggja ökutćkja ekki fara yfir 3.500 kg. Ţ.e.a.s ađ bílinn og kerran mega ţá ekki sameiginlega fara yfir 3.500 kg í heildarţunga.
Dráttarvél.
Vinnuvél, bara keyra hana en ekki vinna á vinnuvélinni.
Létt bifhjól, vespu.
Bifhjól á ţremur hjólum, fjórhjól eđa hjól á fleiri hjólum.
Torfćrutćki, t.d snjósleđa, torfćrubifhjól.

Námskeiđ fyrir almenn ökuréttindi;

Bókleg sem verkleg námskeiđ sem samanstanda af námskeiđum í ökunámi 1-3, Ö1, Ö2 og Ö3.  Bókleg námskeiđ fyrir Ö1 12 kennslustundir og Ö2 10 kennslustundir er hćgt ađ taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeiđ ásamt ţví ađ vera ţćgilegt og ódýrt ţví taka ţarf inn í reikninginn milliferđir frá heimili og til ţess stađar sem námskeiđiđ fer fram. Verkleg kennsla á bílinn u.ţ.b 10 tíma fyrir ćfingaleyfi er svo best ađ fari fram samhliđa bóklega undirbúningnum og u.ţ.b 6 tímar á Ö2 námskeiđinu. Á Ö3 námskeiđi er fariđ í gegnum forvarnir, 5 tíma kennsla sem er blönduđ sýni- og frćđileg kennsla ţar sem nemandinn er látinn aka skriđvagni (skidcar) sem er sérstaklega útbúinn bíll til ćfingaaksturs á lokuđu svćđi.

Sjá námskrá.

BE, C1E og D1E - Eftirvagna réttindaflokkur

Réttindaflokkur BE veitir ökuréttindi til ađ aka bifreiđ í flokki B međ eftirvagn sem er ţyngri en 750 kg. ATH ađ öruggast er ađ skođa í skráningaskírteini hvers ökutćkis hvađ ökutćkiđ má draga ţungan eftirvagn og er ţá alltaf fariđ eftir heildarţunga eftirvagnsins ekki eigin ţyngd.
Réttindaflokkur C1E og D1E gefur ökuréttindi fyrir vörubifreiđ í flokki C1 eđa hópbifreiđ í flokki D1 međ eftirvagni sem er ţyngri en 750 kg ađ heildarţunga.  Ţó má sameiginlegur heildarţungi beggja ökutćkja ekki fara yfir 12.000 kg ( 12 tonn ). 

Aldurskröfur fyrir BE réttindi er 18 ára aldur og hafa fullnađar ökuskírteini.  Fyrir C1E 18 ára og fyrir D1E 21 árs.

Námskeiđ fyrir E réttindaflokk (eftirvagna) inniheldur;  Bóklegt námskeiđ fyrir eftirvagna eru 4 kennslustundir sem er tekiđ í framhaldi af grunnnámi og ţeim framhaldsgreinum sem taka ţarf fyrir C1 og D1 réttindaflokka.  Verklegar kennslustundir fyrir eftirvagn í flokki C1 og D1 geta orđiđ allt ađ 4 kennslustundir sem fer eftir ţví hvađa réttindi hver og einn hefur fyrir í eftirvögnum.

Námsefni;  Námsefni grunnnáms,  námsefni framhaldsnámskeiđs eftir ţví hvort um er ađ rćđa C1 eđa D1 ađ viđbćttum 4 kennslust. um eftirvagna. Ţá ţarf ađ taka 4 tíma í akstri međ eftirvagn ađ viđbćttum próftíma, samtals 5 tíma.

Sjá námskrá.

Svćđi

EKILL EHF

Gođanesi 8-10   |   603 Akureyri   |   Sími: 4617800   |   Fax: 4617801   |   Email: ekill@ekill.is   |   Kt: 691297-3739

  • Facebook

    Facebook

    Viđ erum líka á facebook