Ökuréttindi B/BE

Verkleg kennsla fyrir bílpróf fer fram í Volvo S60

Bílpróf - B flokkur
Veitir rétt til að stjórna:

1. Fólksbifreið með leyfða heildaþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns.
2. Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.
3. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
4. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins / tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins.
5. Dráttarvél.
6. Vinnuvél. ( aðeins heimilt að aka en ekki vinna á vinnuvélinni )
7. Léttu bifhjól.
8. Bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum.
9. Torfærutæki, s.s vélsleða og torfærubifhjóli.

Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.

Beiðni um ökukennaraNETÖKUSKÓLI EKILS


Kerruréttindi sem fylgja B réttindum 

1. Ökutæki í flokki B með tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er allt að 750 kg að heildarþunga.  Þó má samanlögð þyngd beggja ökutækja, bíls og eftirvagn/tengitækis vera allt að 3.500 kg.

Dæmi:  

Ef bíllinn er 3.500 kg í heildarþyngd þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 750 kg í heildarþunga. 
Ef bíllinn er 2.500 kg í heildarþunga þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 1,000 kg í heildarþunga og bíllinn
þarf að vera skráður til að mega draga svo þunga kerru.  

Athugið að alltaf þarf að miða við skráða heildarþyngd bíls og eftirvagns/tengitækis samkvæmt skráningarskírteini ökutækis.

Námskröfur:

Þegar unglingur hefur náð 16 ára aldri má hann eins og reglur eru í dag byrja ökunám á bifreið. Taka þarf bóklegt sem verklegt nám sem samanstendur af námskeiðum sem kallast Ö1, Ö2 og Ö3. Bóklegt Ö1 og Ö2 námskeið er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Að loknu Ö1 námskeiði getur unglingurinn fengið útgefið æfingaleyfi þar sem hann getur keyrt bifreið undir leiðsögn, oftast eru það foreldrar sem taka þá leiðsögn í æfingaakstri að sér.

Námskeið fyrir almenn ökuréttindi;

Bókleg sem verkleg námskeið sem samanstanda af námskeiðum í ökunámi 1-3, Ö1, Ö2 og Ö3.  Bókleg námskeið fyrir Ö1 12 kennslustundir og Ö2 10 kennslustundir er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeið ásamt því að vera þægilegt og ódýrt því taka þarf inn í reikninginn milliferðir frá heimili og til þess staðar sem námskeiðið fer fram. Verkleg kennsla á bílinn u.þ.b 10 tíma fyrir æfingaleyfi er svo best að fari fram samhliða bóklega undirbúningnum og u.þ.b 6 tímar á Ö2 námskeiðinu. Á Ö3 námskeiði er farið í gegnum forvarnir, 5 tíma kennsla sem er blönduð sýni- og fræðileg kennsla þar sem nemandinn er látinn aka skriðvagni (skidcar) sem er sérstaklega útbúinn bíll til æfingaaksturs á lokuðu svæði.

Sjá námskrá


Kerruréttindi - BE réttindi getur sá fengið sem náð hefur 18 ára aldri

Réttindaflokkur BE veitir ökuréttindi til að aka bifreið í flokki B með eftirvagn/tengitæki sem er allt að 3.500 kg að heildarþunga. ATH að öruggast er að skoða í skráningaskírteini hvers ökutækis hvað ökutækið má draga þungan eftirvagn/tengitæki og er þá alltaf farið eftir heildarþunga eftirvagnsins ekki eigin þyngd.

Aldurskröfur fyrir BE réttindi er 18 ára aldur og hafa fullnaðar ökuskírteini.  

Nemandi sækir 4 tíma í akstri með eftirvagn að viðbættum próftíma, samtals 5 tímar.

Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.

Skráðu þig núna


C1E og D1E - Eftirvagna réttindaflokkur

Aldurskröfur fyrir C1E 18 ára og fyrir D1E 21 árs.
Réttindaflokkur C1E og D1E gefur ökuréttindi fyrir vörubifreið í flokki C1 eða hópbifreið í flokki D1 með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga. Þó má sameiginlegur heildarþungi beggja ökutækja ekki fara yfir 12.000 kg ( 12 tonn ). Forsenda fyrir eftirvagnaréttindum er sú að hafa þegar réttindi á þann bíl sem eftirvagninn á að draga. C1E réttindi eru þar af leiðandi aðeins hægt að taka eftir að hafa staðist verklegt próf á ökutæki í flokki C1 réttinda.

Námskeið fyrir E réttindaflokk (eftirvagna) inniheldur;  Bóklegt námskeið fyrir eftirvagna eru 4 kennslustundir sem er tekið í framhaldi af grunnnámi og þeim framhaldsgreinum sem taka þarf fyrir C1 og D1 réttindaflokka.  Verklegar kennslustundir fyrir eftirvagn í flokki C1 og D1 geta orðið allt að 4 kennslustundir sem fer eftir því hvaða réttindi hver og einn hefur fyrir í eftirvögnum.

Námsefni;   Námsefni meiraprófsnámskeiðs eftir því hvort um er að ræða C1 eða D1 að viðbættum 4 kennslust. um eftirvagna. Þá þarf að taka 4 tíma í akstri með eftirvagn að viðbættum próftíma, samtals 5 tíma.

Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv. því.

Skráning á meiraprófsnámskeið   Sjá námskrá.